Nú er kominn desember og mig langar til að halda í hefð og búa til lista yfir jólagjafahugmyndir. Mér finnst mjög þægilegt að fá hugmyndir að jólagjöfum og ég vona að þessir listar geti hjálpað þeim sem þurfa á hugmyndum að halda.
Ég ætla að búa til þrjá lista í desember og fyrsti listinn er fyrir hana. Eitthvað sem er sniðugt að gefa til dæmis kærustu, systur, mömmu eða vinkonu.
Fyrir hana
-Allar merktar vörur fást hjá íslenskum fyrirtækjum-
Skart:
Skartgripir eru alltaf sniðug gjöf þar sem þú getur notað þá aftur og aftur án þess að fá leið á þeim. Það er líka bara svo gaman að ganga með fallega skartgripi. Mér finnst alltaf mjög gaman að fá skartgripi að gjöf.
Ella Jewellery fæst í Leonard, þau eru með svo ótrúlega fallega skartgripi! Þau selja einnig þetta fallega skartgripabox sem er mjög hentugt í ferðalög.
Sunday & co er líka að selja fallega skartgripi sem ég mæli með að skoða ef þig langar að gefa skartgripi.
Snyrtivörur:
Chili in june voru að gefa út þennan fallega bronzer sem ég held að væri mjög skemmtileg gjöf fyrir þau sem elska makeup!
Saie - fæst á Cult Beauty
Charlotte tilbury púðrið, Dior, Benetint, Laura Mercier, Laneige, Refy og Morphie burstasettið fæst inn á Selfridges.com og þau senda til íslands og það tekur bara örfáa daga að koma til landsins.
Húðvörur:
Byoma er nýja uppáhalds húðvöru merkið mitt! Þetta eru svo góðar vörur á góðu verði sem fást inn á Selfridges.com og Sephora.co.uk en Sephora er líka byrjað að senda til Íslands sem er mjög næs!
Caudalie er annað húðvörumerki sem ég elska, þær vörur fást á Selfridges.com
Glow Recipe fæst inn á Cult Beauty
Fatnaður:
Feldur - Fallegur feldur er frábær gjöf sem ég held að flestir væru ánægðir með en þessi er frá Feldur Verkstæði og mér finnst hann gordjöss!! Hárbandið fæst einnig hjá þeim.
Skims - Það sem er efst á mínum óskalista er þessi svarti Skims kjóll en ég hef fengið hann lánaðan og ég elskaði hann. Það er hægt að nota kjólinn við svo mörg tilefni og hann er mjög þægilegur úr geggjuðu efni. Náttfötin eru líka frá Skims en Skims fæst inn á Selfridges.com
Skór:
Ég elska að fá skó í gjöf því ég er skósjúk! Adidas Campus finnst mér geggjaðir en þeir fást inn á Goat , Farfetch og á Selfridges
Boots - Það eru til svo mikið af fallegum "boots" en þessi eru frá Vagabond, það eru til svo margir fallegir "boots" frá þeim en þú færð Vagabond til dæmis inn á Boozt
Inniskór - Þessir inniskór eru svo kósý og flottir! Þeir eru ofarlega á mínum óskalista í ár en þeir fást inn á purkhus.is
Annað:
Sis Bis er íslensk verslun sem selur svo ótrúlega flottar vörur sem eru sniðugar í jólapakkann!
Hárbandið og armböndin sem þú notar þegar þú ert að þvo á þér andlitið er mesta snilld í heimi. Ég vissi ekki að ég þurfti á þessu að halda fyrr en ég prófaði. Þetta gerir húðrútínuna mun auðveldari því það fer ekki vatn út um allt. Ég nota þetta sett á hverjum degi.
Hárblásaraburstinn er líka fáanlegur hjá þeim ásamt helling af öðrum fallegum og sniðugum vörum, ég mæli með að kíkja þangað í jólagjafaleiðangrinunm eða kíkja inn á Sisbis.is
Sofia Elsie
Comments