top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Það sem bjargaði hárinu mínu - Harklinikken

Góðan daginn, langt síðan seinast!

Ég hef beðið spennt eftir að skrifa þessa færslu en hún er um Harklinikken og hvernig þau björguðu mínu hári. Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við Harklinikken.

Ég var alltaf með mjög sítt og fallegt hár sem mér þótti afskaplega vænt um. Hárið mitt hefur alltaf haft mikil áhrif á mig og ég fattaði ekki hvað það var stór partur af mér fyrr en það var eiginlega allt horfið.. Við erum að tala um að það var svona sítt einsog á myndunum fyrir neðan.




Þegar ég byrjaði að aflita á mér hárið fór ég að gera það alltof oft og með litlu millibili, ég var varla komin með rót þegar mér leið eins og ég þyrfti að lita það aftur. Ég litaði það stundum með pakkalit ef þess þurfti og var bara hætt að hugsa vel um hárið. Ég sé svo eftir að hafa byrjað að aflita á mér hárið en veit núna að ég ætla aaaldrei aftur í þann pakka.


Árið 2020 var eiginlega ekkert eftir af hárinu mínu, það var orðið mjög slitið og ekki lengur líflegt og fallegt.



Það var orðið svo slitið, þunnt og líflaust eins og sést hér að ofan að ég ákvað að klippa það frekar stutt. Fyrir mér var það orðið mjög stutt þar sem ég hafði aldrei verið með þessa sídd af hári og mér fannst svo erfitt að venjast því. Ég fann að mér leið illa andlega útaf þessu og var búin aða missa allt sjálfstraust.



Hárið mitt leit svona út í Janúar 2021 þegar ég fékk skilaboð sem ég vissi ekki þá, að myndi bjarga hárinu mínu. Harklinikken á Íslandi hafði samband við mig og buðu mér að fara í hármeðferð. Ég kynnti mér starfsemi þeirra og sá strax að þetta var eitthvað fyrir mig og það sem ég þurfti á að halda fyrir mitt hár. Ég fór í ráðgjöf hjá þeim 12. janúar að mig minnir, þar sem þau sögðu mér frá þessu ferli og ég byrjaði í meðferðinni. Meðferðin virkar þannig að þú færð Extract til að setja í hárið daglega í mánuð. Þegar ég var búin með 2 mánuði af Extractinu fann ég strax mikinn mun á hárinu og fann að það var farið að þykkjast og ný hár farin að myndast. Ég var áfram í meðferðinni í heilt ár og niðurstöðurnar voru kraftaverki líkast.


Í fyrsta tímanum voru teknar myndir til þess að sjá fyrir og eftir myndir. Mér finnst magnað að sjá muninn í dag.



Fyrri myndin er tekin í janúar 2021 og seinni í janúar 2022

Rótin er orðin miklu þéttari í dag og það eru komin miklu fleiri hár sem myndar þykktina í hárinu. Það er svo magnað að sjá muninn á þessum myndum.



Fyrri myndin tekin janúar 2021 og seinni 2022



Í dag er hárið mitt mjög heilbrigt, þykkt og hefur síkkað heilmikið. Ég gæti ekki verið ánægðari með þetta samstarf við Harklinikken. Eitt besta tækifæri sem ég hef fengið og það má segja að þau hafi bjargað hárinu mínu og hjálpað við andlegu heilsu mína.



Eftir ár af meðferðinni lítur hárið mitt svona út. Það er þykkara og heilbriðgðara en nokkru sinni fyrr.



Fyrir og Eftir



Þið getið lesið um Extractið Hér


Starfsólkið á Harklinikken eru öll svo yndisleg og ég verð að mæla með henni Arndísi sem var með mig í þessu ferli allan tímann, Hún hugsaði svo vel um mig.


Ef þið eruð í sama pakka og ég var, búin að eyðileggja á ykkur hárið eða langar hreinlega bara að styrkja það og gera það heilbrigðara ekki hika við að panta ráðgjöf hjá þeim og þau segja þér hvað það er sem þú þarft fyrir þitt hár!


Ég er ævinlega þakklát fyrir þetta tækifæri sem Harklinikken gaf mér ❤


✨Sofia Elsie✨










788 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page