Ég ætla að skrifa eina stutta færslu um litlu fjölskylduna mína sem er mér svo kær.
Hún samanstendur af mér, kærastanum mínum Sindra og hundinum okkar Afríku.
Við Sindri erum búin að vera saman í 6 og hálft ár og höfum aldrei verið hamingjusamari. Við byrjuðum saman sumarið fyrir 9. bekk og höfum verið óaðskiljanleg síðan þá. Við ákváðum að kaupa okkur hund eftir að við misstum fjölskylduhundinn minn hana Flugu, árið 2018. Ég ólst upp með henni frá 3. ára aldri og að missa hana frá var eitt af því erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum.
Við vorum búin að leita lengi að goti og fundum síðan got með Miniature Pincher hvolpum. I því goti var fallega Afríkan okkar. Við gætum ekki verið heppnari með hund, hún er svo skemmtilegur, fyndinn en krefjandi hundur. Hún er algjör kúrubangsi og vill helst bara kúra undir teppi. Við getum ekki beðið að eyða lífinu okkar með henni. Hún verður 2 ára í vor.. Tíminn líður svo hratt!
Sindri er núna að klára síðasta árið sitt í Viðskiptafræði í HR og ég byrjaði í Viðskiptafræði í HÍ í september. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og mun ég líklega læra það líka.
Það sem okkur langar að gera í framtíðinni er að prófa að búa í útlöndum. Okkur finnst mjög heillandi að stunda nám erlendis og í leiðinni fá tækifærið að búa erlendis.
Það skemmtilegasta sem við gerum er að ferðast og við gerum mjög mikið af því saman. Hvort sem það er innanlands eða erlendis. Við tökum Afríku alltaf með og hefur hún núna gist á tveimur hótelum. Það eru fullt af hótelum út á landi sem bjóða upp á það.
Okkur langar líka að kaupa okkur íbúð sem fyrst og er drauma staðsetningin okkar heima á Seltjarnarnesi.
Í framtíðinni langar okkur líka að eignast fleiri hunda, þeir gera lífið bara svo miklu litríkara.
Það verður gaman að sýna ykkur frá öllu því sem framtíðin mun bjóða upp á.
Hér er lítil myndasyrpa af fjölskyldunni okkar
Sofia Elsie <3
Omg þið eruð svo cute😭❤️