top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Nýja heimilið okkar

Hæhæ! Eins og þið hafið kannski séð á Youtube þá vorum við Sindri að fá og gera upp íbúð sem ég hef verið að sýna frá þar inn á. Við erum flutt inn og búin að koma okkur vel fyrir og vá hvað það er gott að búa tvö saman, okkur líður svo vel. Síðustu vikur höfum við verið að gera íbúðina alla upp og erum svo ánægð með útkomuna! Mig langaði að sýna ykkur aðeins frá henni hér þar sem ég hef fengið margar spurningar um ákveðna hluti og fannst þá tilvalið að henda í eina bloggfærslu. Ferlið allt tók okkur ekki nema um mánuð með hjálp æðislegra smiða. Ég hélt þetta myndi taka lengri tíma en við byrjuðum á verkefninu í byrjun september og vorum flutt inn um miðjan október.


Ég er með mjög einfaldan stíl og finnst mjög fallegt að blanda saman nýju og gömlu. Ég vil helst hafa allt hvítt því mér finnst það birta svo mikið upp og finnst það alveg ótrúlega kósý.





Eldhúsinnréttingin er úr Ikea sem og öll raftækin, hún er háglans og kemur mjög vel út. Borðplatan er líka úr Ikea en við skoðuðum marga möguleika á mismundandi stöðum en enduðum á að kaupa hana frá Ikea þar sem það var lang ódýrast. Hún er ótrúlega falleg og passar fullkomnlega við.





Við erum mjög heppin með fallega lýsingu í íbúðinni en hér eru myndir teknar í kvöldsólinni.

Eldhúsborðið er úr Ikea og stólarnir úr Húsgagnahöllinni.

Vasann keypti ég svo í H&M home og stráin inn á myrkstore.is




Sófinn er keyptur í dorma og vorum við svo heppin að fá að hafa hann á meðan bróðir Sindri býr í útlöndum. Persónulega hefði ég ekki keypt gráan sófa en hann kemur mjög vel út finnst mér. Púðaverin eru úr H&M home. Sófaborðið er úr Rúmfatalagernum.




Skeinkurinn er úr Ikea

Gullitaða styttan er úr Húsgangahöllinni

Karfan undir teppin er úr Ikea (teppin úr Costco, mæli svo með þeim, mjög ódýr en samt mjúk og falleg)

Kertalugtin er úr Rúmfatalagernum




Ég elska að blanda einhverju svona úr við, við hvítt mér finnst það passa svo vel saman.





Vasinn er úr H&M home og stráin úr Myrkstore

Spegillinn er gamall úr Rúmfó en ég ætla að uppfæra hann þegar ég finn einhvern sem mig langar í.





Það var eitt sem ég var ákveðin að hafa í ibúðinni en það var svona veggborð. Mér finnnst það svo heimilislegt og kósý. Ég fann fullkomið veggborð úr Ilvu sem ég er svo ánægð með.

Kjartastjakann fengum við í gjöf og hann er helf ég vintage.

Dior catwalk bókin er úr costco, þar er hún lang ódýrust kostar minnir mig 6990.

styttan er úr H&M home

Lampinn er úr Ikea sem og spegillinn.

Ég held að þetta sé uppáhalds hornið mitt í íbúðinni.




Parketið sem við völdum heitir Pergo frá Árni Aglasyni, Það kemur ótrúlega vel út er mjög ánægð að við enduðum á að velja þetta.

Það eru svo líka nokkrir ókláraðir hlutir eins og baðherbergið og auka herbergið en ég mun sýna ykkur það þegar við höfum klárað þau herbergi.

Ég er svo ótrúlega ánægð með útkomuna hjá okkur og gæti ekki verið hamingjusamari.

Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt en krefjandi verkefni sem er loksins búið 😅


Ég ætla að setja hér inn nýjasta Youtube myndbandið þar sýni ég lokasprettinn á framkvæmdunum. Bráðum ætla ég svo að setja inn síðasta þáttinn úr framvkæmdaseríunni þar sem ég sýni íbúðina alveg klára.




Takk æðislega fyrir að lesa og fyrir fallegu skilaboðin sem ég hef fengið, kann mikið að meta það! 💛


✨Sofia Elsie✨




366 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page