29. Maí er dagurinn hans Sindra, í ár varð hann 22 ára og við eigum einnig sambandsafmæli þennan sama dag. Það eru liðin 7 ár síðan við byrjuðum saman, VÁ hvað tíminn líður hratt!
Ég planaði daginn fyrir hann og hann heppnaðist alveg sjúklega vel i góðra vinahópi.
Dagurinn byrjaði þannig að Sindri fór í nudd á Hilton og á meðan græjuðum við Ása surprise brunch fyrir hann þar sem vinahópurinn okkar mætti.
Eftir brunchinn fórum við öll saman í Padel en það er tennis nema á minni velli og mikið skemmtilegra. Það var ótrúlega gaman og ég mæli mjög mikið með að prófa. Ég pantaði tíma inn á tennishollin.is . Við áttum völlinn í klukkutíma og tókum 3 liða mót. Við munum klárlega fara aftur í Padel!
Kjóll / H&M
Eftir Padelið fóru Sindri og vinir hans út að borða og á meðan voru við vinkonurnar að græja kvöldið og gera okkur til saman. Kvöldið endaði sem sagt á Afmælispartýi fyrir Sindra.
Dagurinn heppnaðist ótrúlega vel og allir skemmtu sér konunglega.
Kjóll / Zara
Glæri blómahringurinn er frá instagram síðu by.hekla
Græni og með demöntum / Shein
Takk fyrir að lesa
✨Sofia Elsie✨
Comentaris