Ég á erfitt með að trúa því að elsku fallega Afríka mín sé tveggja ára í dag, vá hvað tíminn er fljótur að líða! Afríka er fædd 10. febrúar 2019 og síðan þá hefur hún gjörsamlega átt allt hjartað mitt. Þessi hundur er svo mikil himnasending og við gætum ekki verið heppnari með lífsförunaut. Við ákváðum að fá okkur hund eftir að við fjölskyldan misstum hundinn okkar til 16 ára. Ég hafði aldrei lifað án hunds og tók ekki annað í mál en að fá annan hund til þess að fylla upp í tómið sem myndaðist í hjarta mínu eftir að Fluga okkar fór frá okkur. Ég trúi því að Fluga hafi sent Afríku til mín til þess að passa upp á mig. Hún hefur nefnilega marga eiginleika sem elsku Fluga hafði. Ég vildi að þær hefðu fengið tíma til þess að kynnast en ég veit að Afríka finnur fyrir henni hérna heima <3
Afríka er af tegundinni Miniature Pinscher, ég dýrka þessa tegund. Hún er mjög krefjandi en það gerir þetta verkefni svo miklu skemmtilegra. Hún er ótrúlega góð og elskar sína nánustu af öllu hjarta, hún á þó erfitt með að hleypa nýjum aðilum inn en þegar hún hefur kynnnst þeim elskar hún þau alveg jafn mikið. Hún er mjög orkumikil og elskar að hlaupa og kanna heiminn en svo finnst henni líka ekkert betra en að liggja upp í sófa undir teppi að kúra. Það er ekkert betra en að vakna við hana vekja mig með kossum, vá hvað hún gerir alla morgna góða. Hún er mjög fyndin karakter og gerir marga hluti sem við hlægjum endalaust af þá má helst nefna hljóðin sem hún gefur frá sér, stundum held ég að hún sé köttur. Hún er mikill grallari og finnst mjög gaman að leika við frænku sina Hebu en þær eru svo krúttlegar saman, þær eru alltaf að stríða hvor annarri það er svo fyndið að fylgjast með því. Það er mjög auðvelt að þjálfa hana og kann hún næstum öll trixin í bókinni. Hún á besta vin sem heitir Swayze og er Chihuahua, hún dýrkar hann og finnst ekkert skemmtilegra en þegar hann er í heimsókn, hann er samt ekki af sama skapi, hann fýlar ekkert sérstaklega mikið hvað hún er mikið ofan í honum. Hún elskar að vera upp í sveit, hlaupa og skoða sig um og hitta öll dýrin, henni finnst sérstaklega gaman af kindum, hestum og fuglum. Mér finnst líka magnað hvað hún getur horft á sjónvarpið og elskar þegar ég set á dýramyndir. Hún er algjör dekurrófa og dekra ömmur hennar við hana eins og prinsessu. Hún fer með okkur Sindra út um allt og mér finnst ekkert skemmtilegra en að fara í roadtrip með þeim og skoða landið. Afríka hefur gefið mér svo mikið og get ég ekki lýst því hvað ég elska þennan hund mikið enda litla barnið mitt. Hún gjörsamlega stal hjartanu mínu daginn sem við fengum hana og ég vissi þá að líf mitt væri bætt til hins betra alla hennar ævi. Ég gæti talað endalaust um hana og nefnt þúsund sögur af henni en ég held að þetta sé komið gott í bili og ég ætla að fylla þessa færslu af fallegum myndum af gullinu mínu í gegnum þessi fyrstu tvö ár af ævi hennar.
Hér er fyrsta myndin sem við fengum af henni, eruði að sjá hana <3
í dag fékk Afríka hundamöffins sem við mamma bjuggum til og afmælispakka. Við fórum svo og löbbuðum upp Úlfarsfell í æðislegu veðri.
Hér koma nokkrar myndir af ástinni minni í gegnum árin hennar tvö
Læt fylgja link á Instagramið hennar
Takk fyrir að lesa!
Sofia Elsie <3
コメント