Hæ elsku fylgjendur, ég er búin að vera mjög lítið að blogga undanfarið en það er útaf því að ég hef verið mjög utan við mig og áhugalaus, en það getur víst komið fyrir alla ❤ Mér finnst ótrúlega gaman að blogga og ég ætla að koma sterk til baka og vera dugleg að búa til færslur í sumar! Ég er með fullt af hugmyndum sem mig langar að blogga um og er spennt að sýna ykkur frá!
Í dag langar mig að segja ykkur frá bestu gallabuxum sem ég hef fundið mér. Eflaust margar lágvaxnar stelpur með stór læri eins og ég, eiga mjög erfitt með að finna sér þessar fullkomnu gallabuxur. Mér finnst ótrúlega erfitt að finna gallabuxur sem henta mér og reyni ég helst bara að sleppa því. Mig er lengi búið að langa í vinsælu Zöru gallabuxurnar sem eru mikið í tísku núna. Ég fór í Zöru til þess að máta þær og það var bara ekki séns að þær myndu passa á mig.. þær voru svo síðar og þær náðu mér upp að brjóstum. Greinilega buxur hugsaðar meira fyrir hávaxna. Ég var mjög svekkt því mig langaði svo ótrúlega í þær, þannig ég fór að leita af líkum buxum og fann einar í H&M sem ég er gjörsamlega ástfangin af. Þær eru mjög líkar Zöru buxunum nema passa betur á lágvaxna og kostuðu aðeins 3.495 krónur!
Ef þú ert í sömu sporum og ég en langar í þessar týpísku Zöru buxur mæli ég klárlega með að kíkja í H&M.
Peysan er frá asos, hún er ekki lengur til í þessum lit en hér er grá alveg eins.
Ég fann þær ekki inn á H&M vefsíðunni til að setja link en ég keypti þessar í H&M í Smáralind. Gæti ekki mælt meira með þessum buxum þær eru bæði flottar og ótrúlega þægilegar!
❤Takk fyrir að lesa og ég hlakka til að halda áfram að gera færslur❤
✨Sofia Elsie✨
Comments