top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Mæli með: Þættir

Það er alltaf gaman að finna nýja þætti til þess að horfa á. Sérstaklega núna á þessum fordæmalausu tímum þar sem við eigum að halda okkur heima. Ég tók saman smá lista fyrir ykkur af þáttum sem mér hefur fundist gaman að horfa á í gegnum árin. Þættirnir finnast bæði á Netflix og Hulu. Mæli klárlega með að sækja sér Hulu ef þú hefur ekki nú þegar gert það. Það er mikið af skemmtilegum myndum og þáttum þar inn á sem þú finnur ekki á Netflix.



Spennuþættir

Ég er ný byrjuð að elska að horfa á spennuþætti en ég var alltaf frekar í drama þáttunum. Þetta eru þeir spennuþættir sem ég hef horft á og mæli með að kíkja á. Ég vil helst horfa á spennuþætti sem eru spennandi en samt líka drama í leiðinni, það heldur mér við efnið.


1. Blacklist (Netflix)

2. How to get away with murder (Netflix)

3. Dynasty (Netflix)

4. Outer banks (Netflix)

5. Elite (Netflix)





Dramaþættir

Gaman- og dramaþættir eru mínar uppáhalds þáttaraðir. Ég elska að finna mér góða unglinga - dramaþætti til þess að horfa á og lifa mig inn í líf þeirra. Þeir láta manni líka bara líða svo vel. Þessir eru mínir allra uppáhalds.


1. Gossip girl (Netflix)

2. One Three Hill (Hulu)

3. Desperate housewives (Hulu)

4. Emily in Paris(Netflix)

5. Sex and the city (Hulu)






Þættir sem láta mér líða vel

Þessa þætti horfi ég á þegar mig langar að horfa á einhvað sem gleður mig. Þeir láta manni alltaf líða einhvað aðeins betur veit ekki hvað það er en ég trúi því.

1. Full house (Netflix)

2. Grace and Frankie (Netflix)

3. Friends (Netflix)

4. Gilmore girls (Netflix)





Raunveruleikaþættir

Ég elska raunveruleikaþætti, það er til svo mikið af þeim um allt og ekkert. Mér finnst þeir sem innihalda keppnir mjög skemmtilegir en America's next top model, Love Island og Glow up gera það. Síðan gat ég ekki sleppt því að setja Keeping up with the Kardashians á listann. Að fá að fylgjast með þessari fjölskyldu er geggjað.


1. Love island (Hulu)

2. Keeping up with the Kardashians (Netflix)

3. America's next top model (Hulu)

4. Glow up (Netflix)





Vona að þetta hafi gefið þér einhverja góða hugmyndir af þáttum til þess að horfa á.



Sofia Elsie <3

261 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page