Hæhæ ✨
Ég vona að þið séuð búin að eiga æðislegt sumar.. Ég er svo leið að það sé að klárast. Sumarið er alltaf svo fljótt að líða, allt í einu er það bara búið.
í þessari færslu ætla ég að segja ykkur frá skemtilegum degi sem við vinkonurnar áttum saman. Við vorum allar saman í bekk í Valhúsaksóla en við útskrifðumst þaðan fyrir 6 árum og enn þann dag í dag erum við allar mjög góðar vinkonur, mér þykir svo ótrúlega vænt um það!
Við plönuðum skemmtilegan dag saman og ég ætla að segja ykkur frá honum.
Mæli hiklaust með að gera svona dag með þínum vinkonum.
BRUNCH
Við byrjuðum daginn í brunch hjá Aleksöndru þar sem við komum allar með eitthvað á borðið.
PADEL
Við skiptum síðan í 3 lið og hvert lið var með sinn lit og fórum í Padel. Ég mæli svo mikið með að fara í Padel það er íþrótt eins og tennis. Við fórum í Padel í Tennishöllinni.
Þú pantar tíma inn á Tennisollin.is
ÚT AÐ BORÐA
Eftir Padel fórum við heim að gera okkur til fyrir kvöldið. Við pöntuðum borð á Apótekinu og fengum okkur kvöldmat og drykki. Apótekið klikkar aldrei fnnst mér, sjúkur matur og mjög góðir drykkir.
KOKTEILAKEPPNI
Eftir Apótekið fórum við síðan heim til Ásu þar sem við fórum í kotkeilakeppni og spiluðum skemmtilegt drykkjuspil sem Aleksandra bjó til og nutum kvöldsins saman.
OUTFIT KVÖLDSINS
Jakki / Zara
Bolur / Zara
Pils / Shein
Taska / Shein
Skór / Asos
Þetta var svo yndislegur dagur sem við áttum saman vinkonurnar.
Hér fyrir neðan er svo vlog á Youtube sem ég tók upp af deginum og sýni frá því þegar ég er að gera mig til fyrir kvöldið💛
Takk fyrir að lesa!
✨Sofia Elsie✨
Commentaires