top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Uppáhalds á Youtube

Ég er mikill aðdáandi Youtube og eyði miklum tíma þar inn á. Mér finnst ekkert betra á kvöldin en að leggjast upp í rúm og horfa á skemmtilega Youtube-era. Ég horfi á Youtube þegar mér líður vel, illa, þegar mig vantar hugmyndir eða motivation. Það eru margir skemmtilegir Youtube aðgangar þarna úti sem ég fylgist með og mig langar til þess að segja ykkur frá mínum uppáhalds. Það er líka langþráður draumur að byrja með aðgang þar inn á.. en við sjáum til hvað gerist.


Hér eru mínir uppáhalds aðgangar  1. Charles & Alyssa Forever - Skemmilegt kærustupar sem gerir allskonar áskoranir, hrekki og fullt fleira. Finnst mjög gaman að fylgjast með þeim.
2. Hyram - Strákur frá Hawaii sem talar um húðumhirðu. Hann tekur fyrir fullt af merkjum og talar um innihaldið í vörunum og hvaða vörur við ættum að vera að nota. Hann tekur líka oft húðrútínur hjá frægum og dæmir þær. Ég hef lært mjög mikið af honum og mæli með að ef þig langar að taka þína húðrútínu í gegn að horfa á videoin hans. Hann er líka bara mjög skemmtilegur og fyndinn.
3. Teboðið - Það er líka hægt að hlusta á þær á podcast appinu en ég elska að horfa á þær á Youtube. Tvær ótrúlega skemmtilegar vinkonur sem taka fyrir fullt af skemmtilegum umræðuefnum og fá stundum til sín gesti. Það koma ný video frá þeim á Þriðjudögum og Fimmtudögum og ég horfi alltaf. Mæli mjög mikið með þeim.
4. Chloe Ting - Einkaþjálfari sem er með fullt af skemmtilegum æfingum til þess að gera. Hún er líka með heimasíðu þar sem hún er með frí æfingaprógröm, mæli með að tékka Hér ef þig vantar æfingar til þess að gera heima.

5. Hey Paris - Stelpa frá Canada sem hefur lent í fullt af skrítnum hlutum og gerir Story Time um það sem hún lendir í. Ég horfi á hana þegar mig langar að komast í gott skap, það virkar alltaf!

6. Summer Mckeen - 21 árs stelpa með ótrúlega skemmtilegan og stóran persónuleika, hún býr í Californiu. Videoin hennar eru mjög skemmtileg og fjölbreytt.

7. Bella Fiori - Áströlsk stelpa sem talar um glæpasögur og morðmál sem hafa átt sér stað. Hún er líka með mikið af conspiracy videoum.

8. Molly Mae - Hún var í seríu 5 af Love Island og ég hef dýrkað hana síðan. Hún kemur svo vel fram, er sjúklega skemmtileg og ég elska að horfa á videoin hennar. Hún gerir Haul, Vlogs og fullt af skemmtilegum videoum. Hún er líka bara svo ótrúlega sæt!Vona að þú hafir fundið eitthvað skemmtilegt til þess að horfa á Youtube!xxx Sofia Elsie <3


161 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page