Mig langaði að koma stutt hérna inn og láta fylgja nokkrar myndir af þessu outfiti sem ég var mjög ánægð með. Ég elska þessar buxur sem ég fann í skápnum hjá litlu systur minni.. Það getur verið gott að eiga systur á sama aldri, við notum mikið föt af hvor annarri.
Mig langaði líka að segja ykkur að næstu daga erum við Sindri að flytja frá mér heim til hans og erum að gera upp herbergið okkar þar. Hlakka til að sýna ykkur frá framkvæmdunum!
Ég er svo að fara eignast litla frænku í vikunni og get ekki beðið! en elsta systir mín er ólétt og ég er svo spennt að dekra við litlu prinsessuna sem mætir á svæðið í næstu viku. Annars vona ég bara að þið séuð að njóta lífsins, hugsa um heilsuna og setja sjálfan þig í fyrsta sæti, það er svo mikilvægt <3
Þetta er dress föstudagsins
Buxur: Levis / Spútnik
Jakki: Zara (keyptur í nóvember, ekki lengur til)
Bolur: Zara
xxx Sofia Elsie <3
Comments