top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Tvö laugardags dress

Hæ! mig langaði að gera smá færslu um það sem ég klæddist á laugardaginn. Flest fötin sem ég er í eru frá Zöru vegna þess að ég fór á útsöluna þar um daginn og missti mig 😂 en það er ekki erfitt fyrir mig þegar ég labba þar inn.Outfit 1


Vesti - Zara / Buxur - Zara / Skór - Zara

Hér er ég klædd fötum frá Zöru frá toppi til táar. Það er ekkert leyndarmál að Zara er uppáhalds verslunin mín, sérstaklega á sumrin! ég elska alla litina sem eru í boði núna. Það er líka sumar útsala í gangi og margt mjög fallegt til.

Mér finnst þetta vesti svo fallegt og eg elska þessa litasamsetningu. Ég hélt eg myndi aldrei finna buxur sem passa á mig í Zöru en þessar eru æði. Þær eru vissulega dálítið síðar en það er bara töff. Sandalar eru líka mikið í tísku núna og ég held ég eigi eftir að kaupa mér fleiri pör í sumar, þeir eru mjög þægilegir og sætir í þokkabót.Outfit 2


Peysa - Zara / Buxur - H&M / Skór - Monki

Ég held að þetta sé eitt af mínum uppáhalds outfitum hingað til. Ég elska allt við það!

Peysan öskrar á nafnið mitt, ég elska allt við hana. Gulur er einn uppáhalds liturinn minn og svo gera demants hneppurnar hana svo flotta. Þessar buxur fann ég í H&M. Ég var búin að leita lengi af þessari týpu af buxum og var svo ánægð þegar ég fann þær. Þær eru fullkomnar og passa við allt! Hlakka til að stíla þær við fleiri föt. Ég fékk nokkrar spuringar um þær á Instagram og sá að það var nóg til af þeim í H&M í smáralind í dag. Ég átti þessa fallegu gulu hælaskó úr Monki sem pössuðu svona líka vel við outfitið 💛Ég vona að þið séuð að njóta sumarsins í botn og búa til góðar minningar☀

Takk fyrir að lesa

✨Sofia Elsie ✨

178 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page