top of page
Writer's pictureSofia Elsie

Egilsstaðir (youtube video)

Updated: Jul 22, 2021

Ég fór í sumarfrí 9. júlí og ákváðum við Sindri að elta sólina á Austurlandið yfir helgi. Við lögðum af stað snemma á fimmtudegi og vorum til sunnudags. Við höfum gert það síðustu ár að fara í útilegu helgina fyrir afmælið mitt sem er 14.júlí. Við keyrðum á Skaftafell á fimmtudeginum og tjölduðum þar yfir nótt. Við vöknuðum svo snemma á föstudeginum og keyrðum á Egilsstaði. Neðst í færslunni finnið þið svo nýtt Youtube video um ferðalagið.


Á leiðinni á Skaftafell stoppuðum við að skoða Fjarðárgljúfur í 20 stiga hita. Mjög fallegur staður mæli með. Við tjölduðum svo á Skaftafelli yfir nóttina.


Við vöknuðum klukkan 05:00 á föstudagsmorgun og ákváðum að leggja af stað Austur. Það var svo kósý að keyra svona snemma um morguninn þegar enginn var á ferð. Við stoppuðum hjá Jökulsárlóni klukkan 6:30 og fengum okkur morgunmat. Við vorum eginlega ein á svæðinu það var mjög gaman. Það var mjög fallegt að sjá þetta svona snemma um morguninn!


Ég var í fyrsta skipti að keyra á Egilsstaði núna og vá hvað það er fallegt umhverfi á leiðinni þangað. Þetta er mjög löng en skemmtileg keyrsla í góðum félagsskap!

Við vorum að lenda á Egilsstöðum um hádegið og fengum okkur þá að borða á Ask. Tjölduðum svo á tjaldsvæðinu sem er inn í bænum. Við fórum í golf og skoðuðum okkur um þarna í kirng í þessu geggjaða veðri sem við fengum.



Við fórum hina leiðina heim þannig við fórum allan hringveginn nema slepptum vesturlandi. Ég mæli svo með að fara þá leið. Það var svo fallegt á milli Egilsstaða og Akureyrar! Umhverfi sem ég hef ekki séð áður, á sumum stöðum eins og að maður væri á annarri plánetu.



Ég gerði síðan ferðavlog á meðan við vorum þarna og það er mætt á Youtube.

Endilega horfið💛 Mér finnst allavega ótrúlega gaman að taka upp vlog til þess að setja á Youtube þannig það væri gaman að fá að heyrra hvað ykkur finnst ✨


Takið endilega eftir hvað hann Sindri minn er duglegur að leiðrétta mig líka 😂




Takk fyrir að lesa og horfa


✨Sofia Elsie✨


332 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page