Við Sindri ákváðum að skella okkur norður síðustu helgi þar sem spáð var 20 gráðum og
við áttum æðislega helgi saman. Okkur finnst ótrúlega gott að komast stundum frá hversdagsleikanum, ferðast og njóta. Við leigðum lítinn sætan bústað á Airbnb rétt fyrir utan Akureyri og nutum helgarinnar þar í fallegu umhverfi og æðislegu veðri. Þegar við mættum á Föstudeginum var rigning en daginn eftir um morguninn skein sólin og við vorum mjög ánægð með það.
Við gistum í pínulitlum sumarbústað með stórum palli og virklega fallegri verönd þar sem á rann í gegnum garðinn. Við mælum hiklaust með þessum bústað, hann var virkilega snyrtilegur og þarna var allt sem við þurftum. Þið finnið bústaðinn Hér
Þegar við vöknuðum á Laugardagsmorgun fórum við strax út í garð og borðuðum saman morgunmat og nutum þess að vera í blíðunni. Afríka var hæstánægð með veðrið.
Við grilluðum okkur pylsur í hádegismat og fórum svo að skoða okkur um og enduðum á að finna lítinn skóg en sá staður heitir Botnreitur. Þar var lítill foss og sátum við þar og nutum góða veðursins.
Um kvöldið klæddum við okkur upp og pöntuðum mat á Rub 23 sem við borðuðum svo á pallinum við bústaðinn. Við elskum bæði gott sushi og maturinn var æðislegur. Við nutum kvöldsins saman í sólinni og spiluðum spil fram á nótt.
Á Sunnudeginum skiluðum við bústaðnum af okkur og fórum svo í picnic. Seinni partinn keyrðum við svo heim eftir æðislega ferð.
Ég prófaði í fyrsta skipti að taka upp vlog á meðan við vorum á ferðalagi og ég endaði með að setja það á Youtube. Mig hefur alltaf langað til þess að taka upp ferðavlog til þess að eiga fyrir framtíðina og mig langaði að deila því með ykkur❤
Hér getið þið séð fyrsta Youtube videóið mitt !
Vona að ykkur muni finnast það skemmtilegt og ef svo er, væri mjög gaman að heyra frá ykkur❤
Takk fyrir að lesa og horfa!
✨Sofia Elsie✨
Comments