top of page
Writer's pictureSofia Elsie

Sumar 2021 bucketlisti

Hæ elsku lesendur, í tilefni þess að nú er ég bólusett fyrir covid langaði mig til þess að búa til smá lista yfir það sem mig langar til að gera í sumar. Sumarið er klárlega uppáhalds tími ársins hjá mér og ég elska ekkert meira en íslenskt sumar. Ég er búin að ákveða að vera mjög dugleg að gera skemmtilega hluti í sumar, það er nefnilega alltaf svo ótrúlega fljótt að líða og þegar maður horfir til baka finnst mér ég aldrei hafa náð að gera allt sem mig langaði. Það er búið að vera svo ótrúlega gott veður síðustu daga og ég fékk bólusetningu í gær, svo góð byrjun á sumrinu! Ég ætla að njóta sumarsins í botn og vera dugleg að gera ekki bara eitthvað um helgar. Finnst það stundum vera þannig hjá mér útaf vinnu en núna ætla ég að njóta sumarsins í botn sama hvaða dagur er.



Golf

Ég ætla að byrja í golfi en Sindri er alltaf í golfi og það væri gaman að geta verið með honum í þessu. Ég er búin að vera að æfa mig og þetta er allt að koma en í sumar ætla ég að fara fyrsta golf hringinn minn 🤞 sjáum til hvernig það fer.



Útilegur

Mér finnst ekkert skemmtilegra en að fara í útilegur á sumrin. Það er svo gaman að fara í útilegur með skemmtilegum hópi fólks. Ég ætla að reyna að fara í nokkrar útilegur í sumar. í fyrra fórum við Sindri og Afríka í nokkrar útilegur þar sem við eltum góða veðrið og gistum í bílnum, það var sjúklega gaman.



Lautaferðir

Þegar ég var lítil fór ég oft í lautaferðir þar sem ég og vinkonur mínar fórum með nesti á tún og vorum þar yfir daginn. Mig langar að gera það í sumar. Kaupa góðan mat, finna fallegt tún og sitja þar í sólinni með góðum vinum og njóta.



Stuðlagil

Mig hefur alltaf langað að fara og skoða Stuðlagil sem er fyrir austan. Ég ætla að láta það rætast í sumar.



Vestfirðir

Ég hef aldrei keyrt alla Vestfirðina af viti en það er eitt af markmiðum sumarsins. Mig langar að leigja camper bíl og skoða Vestfirði.



Allar World Class sundlaugarnar

Ég og Ása vinkona mín ætlum að fara í allar World Class sundlaugarnar í sumar.



Fara til útlanda

Ég vona að við getum loksins farið til útlanda í lok sumarsins, vá hvað það væri gaman! Efst á listanum hjá mér og Sindra er að fara til Portúgals. Vonandi rætist sú ósk.



Roadtrip

Ég ætla að vera dugleg að fara í skyndi roadtrip, mér finnst ekkert skemmtilegra á sumrin en að fara í roadtrip með vinkonum mínum seint á kvöldin. Kaupa nesti, syngja og keyra bara eitthvert og enda einhvers staðar.



Náttúrulaugar og baðstaðir

Ég ætla að reyna fara í nokkrar náttúrulaugar og baðstaði eins og til dæmis, Sky Lagoon, Geo Sea og laugina við Mývatn en svo líka í náttúrulaugarnar sem eru allt í kringum landið.



Þjóðhátíð

Ég er svo spennt fyrir Þjóðhátíð í ár, er búin að bíða spennt síðan á síðustu Þjóðhátíð 2019.



Fótboltagolf og frisbígolf

Ég ætla að vera dugleg að gera eitthvað á virkum dögum þótt það sé vinna daginn eftir, þá er fullkomið að fara með góðum vinum í frisbí og fótboltagolf.



Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum

Það er svo fallegur dýragarður hjá Mosó sem við Sindri elskum að heimsækja á sumrin



Árshátíðardagur

Hvað er betra en að búa til einhvern dag með vinahópnum þínum þar sem þið gerið eitthvað skemmtilegt allan daginn saman. Ég ætla gera það með vinum mínum!



Bústaðarferðir

Ég veit að þær verða nokkuð margar í sumar.



Mismunandi gönguleiðir

Ég ætla að vera dugleg að labba með Afríku mismunandi gönguleiðir.


Hótel sem leyfa hunda

Mig langar að reyna að fara á einhver hótel þar sem gæludýr eru velkomin. Það eru nokkur hótel á Íslandi sem leyfa það!




Ég vona að ég hafi náð að gefa þér einhverjar góðar hugmyndir sem þú getur

nýtt þér í sumar.

Takk fyrir að lesa og njótið sumarsins!


✨Sofia Elsie✨










258 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page