Hárklemmur hafa verið heitasta trendið undanfarið og er það eitt af mínum uppáhalds trendum.
Það eru margar mjög auðveldar en flottar aðferðir til að nota þær.
Það er líka komið mjög mikið úrval af flottum klemmum. Ég var ekki vön að gera mikið við hárið annað en að henda því bara í tagl þangað til ég keypti mér hárklemmu. Núna elska ég að gera eitthvað skemmtilegt við hárið á mér með þeim og eru þær hið fullkomna
''finishing touch''
Það er mikið úrval af klemmum á íslandi og á vefsíðum og mæli ég með að kíkja í Wasteland, Spútník, H&M , á Asos og inn á Sisbis þar finnur þú hárklemmur í öllum stærðum og gerðum.
Þessar eru mínar uppáhalds og fást í Wasteland
Ég ætla að sýna ykkur nokkrar hugmyndir sem ég nota mikið
Þetta eru mínar uppáhalds aðferðir til þess að nota hárklemmur svo er hægt að finna fullt af þeim á youtube!
Takk fyrir lesturinn <3
Sofia Elsie
Comments