Það er ekkert betra en að vera með hreina og fína húð. Það er allavega mitt helsta markmið í lífinu að hugsa sem best um húðina mína, það er bara svo ótrúlega mikilvægt. Maður vill reyna að halda henni ungri sem lengst og er því til dæmis ótrúlega mikilvægt að nota sólarvörn alla daga. Þótt við kannski höldum að við þurfum þess ekki hér á íslandi þar sem sólin skín ekki mikið meira en í 4 mánuði á ári. Mér líður alltaf svo vel þegar húðin mín er upp á sitt besta, þess vegna hugsa ég vel um mína. Mig langar til þess að sýna ykkur mína húðrútínu sem hentar mér mjög vel.
Ég nota mikið vörur frá The Ordinary. Það eru nokkrar vörur frá þeim sem er ekki mælt með að nota saman þess vegna skipti ég minni rútínu í tvennt þ.e.a.s kvöld 1 og kvöld 2 og nota til skiptis til dæmis kvöld 1 á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og kvöld 2 dagana inn á milli.
Ég byrja öll kvöld á að taka af mér málninguna ef ég var með það yfir daginn með makeup remover cleanser frá The Ordinary og síðan þríf ég húðina eftir það með Cera Ve Hydrating Facial Cleanser.
Síðan fer eftir dögum hvað ég nota.
Kvöld 1 - á hreina húð byrja ég á setja á mig Retinoid síðan Niacinamide og Hyaluronic Acid og enda á því að setja krem
Kvöld 2- á hreina húð byrja ég á að setja á mig Latic Acid síðan Hyaluronic og krem.
Ég reyni að nota maska einu sinni í viku oftast á sunnudögum. Ég skipti á milli þess að nota Peeling Solution frá The Ordinary og Silica Mud Mask frá Bláa Lóninu. Ég nota Peeling Solution aldrei oftar en 1 sinni í viku hann er mjög sterkur fyrir húðina.
Á morgnana byrja ég á að þrífa á mér húðina með köldu vatni til þess að vekja mig og nota síðan Cera Ve Cleanserinn til að þrífa skítinn sem safnast yfir nóttina. Set síðan á mig Buffet frá The Ordinary , Hyaluronic Acid, andlitskrem og blanda smá C vitamin kremi út í það. Ég enda síðan auðvitað á sólarvörn en hún er frá Drunk Elephant og er SPF 30.
Ég elska The Ordinary vörurnar þær hafa gert húðina mína ótrúlega góða. Ég byrjaði að nota þær fyrir sirka ári síðan og hefur mér aldrei liðið jafn vel í húðinni eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur. Það er samt mjög mikilvægt að lesa sig vel um og fræða sig áður en þú bryjar að nota þær því þetta eru sýrur sem fara ekki jafn vel í alla. Ég mæli með að tala við stelpurnar í Maí verslun en vörurnar fást þar á Íslandi. Það er einnig hægt að senda fyrirspurn á fólkið sem vinnur fyrir The Ordinary inn á síðunni þeirra og þau segja þér hvað hentar þinni húð. Það er svo líka hægt að finna þessar vörur inn á Pretty Little Thing
Mig langar líka að mæla með einum mjög skemmtilegum strák á Youtube sem talar um húðvörur. Hann talar mikið um innihaldið í húðvörum og gæði þeirra. Mér finnst mjög gaman að horfa á hann og um leið fræða mig meira um það sem við erum að setja á andlitið okkar.
Takk fyrir að lesa og njóttu helgarinnar<3
Sofia Elsie
ความคิดเห็น