Gleðilegt nýtt ár elsku vinir, ég vona innilega að þið hafið notið hátíðanna í botn!
Ég atti yndisleg jól með mínum nánustu, ahh hvað þetta var góður tími.
Mig langar til þess að byrja árið með að segja ykkur frá mínum uppáhalds og ómissandi snyrtivörum.
Þessar snyrtivörur eru ómissandi í snyrtibudduna mína:
Ég elska enga snyrtivöru jafn mikið og bronzing gelið frá Sensai. Ég nota næstum aldrei meik heldur nota ég þetta í staðinn. Gelið gefur frá sér fallegan lit og gerir mann mikið frískari. Þetta fæst meðal annars í Hagkaup og mæli ég með að kaupa það t.d a Tax Free því þetta krem er í dýrari kanntinum samt svo vel þess virði. Ég nota litinn BG 62 - Amber Bronze.
Born This Way hyljarinn er minn uppáhalds. Ef þú hefur prófað hyljarann frá Tarte þá finnst mér þeir tveir mjög líkir. Hann er mjög mjúkur og gefur góða þekju. Ég myndi halda að hann sé til í Hagkaup en ég keypti minn í Sephora. Ég nota litinn Golden Beige
Huda Beauty Tantour nota ég þegar ég skyggi á mér andlitið. Formúlan er svo ótrulega mjúk og blandast svo vel á andlitinu. Ég var alltaf smá hrædd við svona blautar skygginarvörur en þessi er geggjuð. Mæli sjúklega með að prófa þessa vöru. Ég keypti minn inn á Selfridgers en það er mjög fljótt að koma til landsins og minnir mig að það sé enginn tollur. Ég tek litinn Medium.
Wet n wild blush fann ég þegar ég var að skoða Iherb.com og keypti hann bara með í leiðinni og nú er þetta ein af mínum uppáhalds snyrtivörum. Þetta er svo fallegur krem kinnalitur sem ég nota alltaf þegar ég mála mig. Hann er mjög mjúkur og auðvelt að blanda honum. Ég tek lit númer 803
Þetta eru þrír af mínum allra uppáhalds bronzerum. Ég nota þá alla mjög mikið en þetta eru Dark tan frá Mac , Deep bronzer frá Butter Bronzer og Milani baked bronzer. Dark tan fæst í Mac, Butter bronzer og Milani bronzerana fékk ég í Target í Bandaríkjunum en þeir fást líka inn á shine.is
Laura Mercier translucent powder er besta púður sem ég hef átt. það er svo létt á húðinni og festir hyljara mjög vel á andlitnu. Það fæst inn á Maí verslun
Milani baked blush eru uppáhalds kinnalitirnir mínir, það eru svo margir flottir litir til hjá þeim. Þeir eru mjög pigmentaðir og fallegir. Ég nota litinn Luminoso en hef átt marga aðra liti og eru þeir allir geggjaðir. Luminso er ferskjulitaður en það er uppáhalds liturinn minn á kinnalit. Hann fæst inn á Shine.is
Loreal browartist plumper er uppáhalds augabrúnavaran mín. Þetta er eins og maskari fyrir augabrúnirnar, heldur þeim vel á þeim stað sem þú vilt og gefur fallegan lit á þær. Ég nota litinn Dark brown. Þetta fæst í Hagkaup.
Eyelinerinn frá Kat Von D er besti eyeliner sem ég hef prófað. Hann er mjög auðveldur í notkun, er vatnsheldur og helst á allan daginn! Hann fæst í Hagkaup
Tveir bestu maskarar sem ég hef átt. Ysl The curler er sjúklega góður til þess að þykkja augnhárin og Telescopic frá Loreal lengir og gerir augnhárin svo falleg, elska þá báða!
Þeir fást báðir í Hagkaup
Nyx varablýantarnir eru bestu varablýantar sem ég veit um. Þeir eru mjög ódýrir, held þeir kosti ekki nema 800 kr. og haldast vel á. Ég nota mest litina númer 810 Natural og 857 Nude beige. Þeir fást í Hagkaup
Comments