top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Íunik

Ég fékk nokkrar húðvörur að gjöf frá Lena Verslun og mig langar til þess að segja ykkur frá þeim vörum sem ég er búin að vera að prófa. Vörurnar eru frá Suður-kóreska merkinu Íunik en kóreskar húðvörur eru þekktar fyrir að vera með virk og hágæða innihaldsefni í vörunum sínum. Ég var búin að sjá mikið um Íunik á bæði Youtube og Tiktok og langaði mikið til þess að prófa. Youtuberinn Hyram elskar Íunik og segir að þetta sé eitt besta kóreska húðvörumerkið.

Ég elska að hugsa vel um húðina mína og mér finnst þessar vörur hin fullkomna viðbót!Fyrsta varan sem mig langar að mæla með er olíuhreinsirinn frá Íunik. Ég nota hann til þess að taka makeup-ið af og ég er að segja ykkur það að þetta er besti olíuhreinsir sem ég hef prófað! Hann er eins og silki á húðinni, ótrúlega mjúkur og nær öllu makeup-inu af, meira að segja vatnsheldum maskara. Húðin verður svo mjúk eftir hann. Ég mæli svo innilega með þessum hreinsi vá!


 

- Serumið inniheldur 98% hreint Beta Glucan

- Beta Glucan er fjölsykra fengin úr sveppum

- Beta Glucan heldur rakanum í húðinni 20% betur heldur en Hyloranic Acid

-Serumið róar og styrkir húðina, eftir að hafa notað serumið í nokkrar vikur finnst mér húðin mín vera svo vel nærð og glóandi. Hef fengið nokkur hrós fyrir fallega húð eftir að ég byrjaði að nota þetta og ég held að það sé þessu serumi að þakka!


 

- Þetta serum inniheldur 70% Propolis (Býþéttni) sem hefur bólgueyðandi og andoxandi eiginleika sem lífga upp á húðina

- Inniheldur einnig 12% af Hippophae Rhamnoides Fruit Extract

Sem inniheldur, C, E og K vítamín

- Serumið viðheldur frískleika og fyrirbyggir öldrun
Ég er svo ánægð með þessar vörur og ég mun klárlega kaupa þær aftur þegar mínar birgðir klárast! Ég verð líka að hrósa Lena verslun fyrir flotta heimasíðu og fljóta sendingu. Inná síðunni þeirra er einnig hægt að fá vörur frá danska merkinu Meraki. Mæli með að fylgja þeim svo á Instagram þar sem þau segja vel frá vörunum sínum


Þú finnur allar vörurnar í þessari færslu inn á lenaverslun.is

Hér er Hyram að tala um vörurnar frá ÍunikTakk fyrir að lesa <3


xxx Sofia Elsie

462 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page