top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Hvernig á að klæðast vesti?

Updated: Oct 22, 2020


Vesti eru mikið í tísku þessa dagana og ég sé þau út um allt og ég elska það. Það er hægt að gera svo ótrúlega mikið við þau, bæði hægt að klæða þau upp og niður. Mig langar til þess að sýna ykkur nokkrar hugmyndir hvernig ég klæði vesti og einnig hugmydir af vestum. Það er hægt að fá vesti á flestum vefverslunum og líka sniðugt að hressa upp á gamla flík eða prjóna vesti ef þú ert klár í höndunum eins og litla systir mín. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir..

Þetta vesti keypti ég eftir að ég sá instagram auglýsingu. Síðan þeirra er https://www.instagram.com/urbangap_brand/ Ég var mjög stressuð að kaupa af þessari síðu og var ekki að búast við miklu en er sjúklega ánægð með það. Efnið er mjög þykkt og fallegt eins og ég vil hafa það. Þau eru með fullt af flottum litum af þessu vesti og ef þig langar í svona vesti mæli ég mjög mikið með að panta þaðan. Mér finnst mjög flott að klæða þetta vesti yfir hettupeysur, það kemur mjög vel út og mér finnst það góð hugmynd til að gera smá tvist á einfalt outfit.

Hérna er ég í sama vesti en allt öðruvísi outfiti. Ég elska þetta vesti yfir stórar skyrtur það gerir outfitið svo flott en er í leiðinni mjög einfalt. Þessi samsetning er mikið í tísku enda er hún mjög klassísk og flott. Mér finnst þetta vesti ómissandi í fataskápinn minn.


Prjónaðu vesti Þetta vesti prjónaði hæfileikaríka systir mín hún Heba. Það er aðeins minna en vestið hér fyrir ofan en ég er ótrúlega ánægð með það og heppin að eiga systur sem nennir að prjóna á mig. Mér finnst mjög flott að klæða vesti yfir stuttermaboli, það kemur mega vel út .

Second hand Þetta vesti keypti ég á vefsíðu sem heitir Grailed.com. Þar getur þú keypt fullt af flottum notuðum merkjavörum og öðrum fötum og selt sjálf. Þetta er Burberry golfvesti sem ég fann þar inn á fyrir ári síðan og ég elska það. Mér finnst flottast að vera í langermabol undir vestinu, það kemur mjög vel út.


Endurnýttu gamlar flíkur Þetta vesti er gömul Primark peysa sem ég hef átt í mörg ár en aldrei tímt að gefa frá mér því efnið á henni er ótrúlega flott og þægilegt en ég notaði hana aldrei. Ég ákvað að prófa að klippa af henni ermarnar og sauma og kom það svona rosalega vel út. Ég mun nota þetta vesti mikið meira en ég notaði peysuna sjálfa. Ég mæli með að þú kíkir í fataskápinn þinn og athugir hvort það sé einhver flík sem getur fengið nýtt og öðruvísi líf. Ég er algjör klaufi í höndunum en ákvað að prófa, ef ég get gert það þá getur þú það!Vona að þér hafi fundist skemmtilegt að lesa <3
1,007 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page