top of page
  • Writer's pictureSofia Elsie

Santorini


Mig hefur alltaf langað til þess að segja frá ferðinni okkar Sindra til Santorini en það er klárlega einn fallegasti áfangastaður sem ég hef farið á.

Það er eitthvað við að vera á grískri eyju þegar þú elskar Mamma mia!

Ef þú hefur ekki farið en langar að fara mæli ég eindregið með því.

Ef þú ákveður að fara til Santorini þá mæli ég með að vera í Oia en það eru tvö þorp á Santorini sem ég veit af, Oia og Fira sem eru vinsælir ferðamannastaðir. Við sigldum frá Krít til hafnarinnar Athinios sem er rétt fyrir utan Fira. Við bókuðum gistingu í helli í gegnum Airbnb og sáu þau einnig um að sækja okkur til Fira og fara með okkur yfir til Oia þar sem við dvöldum í 4 daga. Þegar við mættum til Oia tók á móti okkur mjög almennilegur leiðsögumaður sem sýndi okkur leiðina að hellinum okkar. Ég mæli með að ef þú ferð til Santorini að eyða sem mestum pening í ferðina ef þú getur til þess að gera lífsreynsluna betri. Það er hægt að vera á lélegum stað sem er ekki á aðal svæðinu í Oia en svo getur þú verið á stað eins og við vorum á sem var á besta stað.

Við borguðum mjög mikið fyrir okkar húsnæði en sjáum samt ekki eftir krónu.

Það var svo mikil upplifun að gista í helli á svona góðum stað. Við horfðum á sólsetrið á svölunum okkar á meðan það voru um 1000 manns í kringum öll húsin að reyna að ná góðum stað til þess að horfa á sólsetrið.

Sólsetrið á Santorini er það fallegasta sem ég hef augum litið á og klárlega þess virði að setja á bucket listann.



Ágúst er vinsælasti tíminn til að heimsækja Santorini. Það var svo mikið af fólki þarna og mjög þröngt. Næst þegar ég fer ætla ég að reyna að fara í október þótt veðrið verði kannski ekki jafn gott og er í ágúst.



Það sem þú getur gert á Santorini

-Horfa á sólsetrið

-Fara í gönguferð frá Oia til Fira

-Skoða týndu Atlantis

-Red Sand Beach

-Fara í bátsferð í kringum eyjuna



Mæli með að panta ferju hér:



Hellirinn sem við vorum í finnur þú hér inn á Airbnb:



Ég gæti ekki mælt meira með þessum helli. Hann er á geggjuðum stað nálægt öllu, með sjúku útsýni. Það er einka sundlaug sem var mjög næs og gátum við horft á sólsetrið í lauginni.

Á morgnanna var okkur færður grískur morgunverður sem var mjög góður og hellirinn þrifinn á meðan við borðuðum.




Munurinn á því hvernig við nutum þess að horfa á sólsetrið í hellinum okkar á meðan fólk hrúgaðist þar sem það gat til þess að ná að horfa

Eitt sem mér fannst svo geggjað var að þegar sólin er sest þá klappa allir, það er mögnuð upplifun að sjá.




Nokkrir hlutir sem ég myndi hafa í huga ef þú ferð til Santorini

-Það er sjúklega mikið af ferðamönnum í júní, júlí og ágúst

-Það er mjög dýrt að fá gott húsnæði á Oia

-Það eru tröppur út um allt þannig þú þarft að bera farangurinn upp og niður tröppur

-Ég myndi eyða meiri pening í flott hús svo að upplifunin sé sem best

-Það er nóg að vera í 4 daga, þá nærðu að gera/sjá allt.

-Vertu með pening í lausu, flestar búðirnar taka ekki við korti

-Gefðu hundum og köttum að borða

-Það má ekki setja klósettpappír í klósettið




Það eru mjög mikið af villtum hundum og köttum á Santorini. Ég spurði heimamann um þetta og hann sagði mér að þessi dýr eru skilin eftir af eigendum sínum þegar þeir nenna ekki að búa á santorini lengur og flytja upp á meginlandið. Hann sagði mér að alltaf þegar ég sæi hunda eða ketti ætti ég að reyna að gefa þeim að borða því þau eiga ekkert heimili og fá engan mat :(







Smá myndasyrpa frá Santorini



Takk fyrir að lesa <3



325 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page